Sunday, April 20, 2014

Víkingaskák á Íslandi



Introduction to Viking Chess

http://viking-chess.blogspot.com/2014/02/introduction-to-viking-chess-game-of.html

Samantekt á íslensku um Víkingaskák

http://viking-chess.blogspot.com/2014/04/samantekit-islensku-um-vikingskak.html

Byrjanir í Víkingaskák

http://viking-chess.blogspot.com/2014/04/byrjanir-i-vikingaskak.html

Sýnishorn af skákum í Víkingaskák

http://viking-chess.blogspot.com/2014/04/throstur-fr.html

Saga Víkingaskákarinnar á Íslandi.

Magnús Ólafsson hugvitsmaður fann upp Víkingaskákina árið 1967.  Hugmyndina fékk hann þegar hann sá sexhyrnda ró í skrúfnahrúgu.  Magnús hafði fengi þá hugmynd að hanna séríslenskt manntafl og niðurstaða hans var stórmerkileg,  Manntafl á 85 sexhyrndum reitum þar sem stefnur borðsins eru þrjár, en í hefbundinni skák eru tvær stefnur og reitirnir einugnis 64.  Ekki fer miklum sögum af útbreislu skákarinnar næstu árin, margir virðast hafa eignast taflið og árið 1972 kemst skákin í heimsfréttirnar þegar Fischer og Spassky fá afhent Víkingataf í veislu aldarinnar eftir heimsmeistaraeinvígið í Reykjavík 1972.  Fyrstu skipulögðu mótin í Víkingaskák svo vitað sé hófust á Ísafirði í lok aldarinnar.  Mótin héldu áfram með miklum glæsibrag næstu árin, en ekki er vitað um nein úrslit eftir árið 2003.

"Sex kepptu á fyrsta Íslandsmótinu í Víkingaskák sem haldið var á Ísafirði sl. föstudag. Mótið var jafnframt fyrsta heimsmeistaramótið í þessari íþrótt. Og ekki nóg með það, heldur nefndist það alheimsmeistaramót þótt einungis jarðarbúar hafi verið með að þessu sinni hvað sem síðar verður."  (mbl. 4 feb. 1999).

Annar hópur Víkingaskákmanna fór að hittast heima hjá Magnúsi Ólafssyni höfundi Víkingaskákarinnar árið 2002 og sá hópur varð seinna að formlegum félagskap sem nú heitir Víkingaklúbburinn.  Ekki er vitað um fleirri skipulagða hópa Víkingaskákmanna, en reikna má með að fleirri félög muni spretta upp ef Víkingaskákin fær meiri útbreiðslu á næstu árum.  Keppt hefur verið í sérstakri liðakeppni í 'Vikingaskák frá árinu 2010.

Saga Víkingaklúbbsins´

Árið 2002 byrjuðu nokkrir að tefla heima hjá Magnúsi Ólafsyni höfundi leiksins eða heima hjá hverjum öðrum. Sveinn Ingi Sveinsson var upphafsmaður hópsins, en þeir Ólafur Guðmundsson frændi Magnúsar, Halldór Ólafsson, Gunnar Fr. Rúnarsson, Sigurður bróðir hans, Hörður Garðarsson og fleirri mættu á fyrstu mótin. Hópurinn hittist nokkrum sinnum á ári næstu árin.  Magnús Ólafsson hafði oftast frumkvæði að mótunum meðan heilsa leyfði, en síðar tóku aðrir við.  Víkingaklúbburinn fékk nafn árið 2007 og var formlega skráð félag með kennitölu árið 2008. Árið 2007 sendir Víkingaklúbburinn lið á Íslandsmót skákfélaga í klassísku skákinni og árangurinn varð mjóg góður, en hugmyndin var að koma Víkingaskákinni á kortið meðal almennra skákmanna. Félagsheimili Víkingaskákmanna var meðal annars að heimili Magnúsar Ólafssonar að Kjartansgötu 5, en stærri mót m.a Íslandsmótin voru haldin í Vin Hverfisgötu og í húsnæði Skáksamband Íslands í Faxafeni.  Haustið 2011-12 fékk Víkingaklúbburinn aðstöðu fyrir félagið til bráðabyrgða hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti í Reykjavík.  En haustið 2012 náðist samkomulag við Knattspyrnufélagið Víking þar sem félagið hefur haft aðsetur síðan. Félagið hefur yfir að ráða tveim mjög góðum sölum og fullorðinsæfingar fara fram á miðvikudögum.  Víkingaskákmótin eru jafnt og þétt yfir veturinn, en stærustu Víkingaskákmótin eru Íslandsmótið í Víkingaskák sem haldið hefur verið í óbreyttri mynd frá árinu 2008 og stærsta mótið Íslandsmót Víkingaskákfélaga sem haldið hefur verið síðan 2010. Barnaæfingar í klassískri skák byrjuðu haustið 2012 og eru núna vikulega allan veturinn.  Risastór barnaskákmót hafa verið haldin í Víkinni um jól og páska sem hafa heppnast vel.

Meistarar í Víkingaskák frá upphafi:

Ísafjörður

1999: Skúli Þórðarson
2000: Hrafn Jökulsson
2000: Dóra Hlín Gísladóttir (kvennaflokki)
2001: Halldór Bjarkason
2002: Orri Hjaltason
2003: Gylfi Ólafsson

Reykjavík

2002: Sveinn Ingi Sveinsson
2003: Sveinn Ingi Sveinsson
2004: Sveinn Ingi Sveinsson
2005: Gunnar Fr. Rúnarsson
2006: Gunnar Fr. Rúnarsson
2007: Halldór Ólafsson
2008: Sveinn Ingi Sveinsson og Gunnar Fr. Rúnarsson
2009:  Sveinn Ingi Sveinsson og Tómas Björnsson
2010: Guðmundur Lee
2011: Gunnar Fr. Rúnarsson
2012: Tómas Björnsson
2013. Sveinn Ingi Sveinsson

Íslandsmót Víkingaskákfélaga (liðakeppni)

2010:  Víkingaklúbburinn
2011;  Víkingaklúbburinn
2012:  Forgjafarklúbburinn
2013:  Skákfélag Vinjar

Íslandsmót Skákfélaga

Víkingaskákmenn í Víkingaklúbbnum hafa tekið thátt í Íslandsmóti skákfélaga í klassískri skák síðan haustið 2007.

2008:  Víkingaklúbburinn í 12. sæti í 4. deild
2009 Víkingaklúbburinn í 6 sæti í 4. deild
2010:  Víkingaklúbburinn 1. sæti 4. deild
2011: Víkingaklúbburinn 1. sæti 3. deild
2011: Víkingaklúbburinn 4. sæti í hraðskákkepnni taflfélaga
2012: Víkingaklúbburinn 2. sæti 2. deild
2012:  Víkingaklúbburinn 1. sæti í hraðskákkepnni taflfélaga
2013: Víkingaklúbburinn 1. sæti 1. deild
2014:  Víkingaklúbburinn 1. sæti 1. deild

Magnús Ólafsson höfundur Víkingaskákarinnar

Magnús Ólafsson fæddist á Vindheimum við Tálknafjörð 28. október 1922. Hann lést á heimili sínu, Kjartansgötu 5 í Reykjavík, 6. nóvember síðastliðinn. Magnús var sonur hjónanna Ólafs Kolbeinssonar og Jónu Sigurbjargar Gísladóttur, er lengst af bjuggu að Vindheimum. Systkini Magnúsar voru fimmtán.  Magnús kvæntist sumarið 1956 Höllu Þorsteinsdóttur f. 1928, d. 1998, þau skildu eftir þriggja ára sambúð.
Magnús hóf nám í húsgagnasmíði 1942, lauk námi við Iðnskólann í Reykjavík 1946, lauk sveinsprófi 1947 og öðlaðist meistararéttindi 1949 Magnús sótti framhaldsnám í byggingarlist við Byggemesterskolen í Kaupmannahöfn 1950-1951 og lauk handavinnukennaraprófi við Kennaraskóla Íslands 1958. Magnús var handmenntakennari við Héraðsskólann í Reykholti frá 1961-1965 og einn vetur við Ármúlaskóla í Reykjavík. Lengst af starfaði Magnús sem húsgagnasmiður, síðustu áratugina og allt til ársins 2004 á trévinnustofunni Nývirki. Magnús fann upp og hannaði manntaflið Víkingaskák árið 1967.
Myndir úr starfinu:
Linkar: 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/10/slensk_skak_ad_haetti_vikinga/

http://www.chessdom.com/the-viking-chess-club-became-icelands-club-champion/

http://www.visir.is/alheimsmeistaramot-i-vikingaskak/article/2008303060011

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/447498/ 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=115247&pageId=1434854&lang=is&q=aldarinnar

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=201259&pageId=3037875&lang=is&q=V%EDkingask%E1k

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1175500/

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1056136/

http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/972110/

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3729497

http://www.visir.is/alheimsmeistaramot-i-vikingaskak/article/2008303060011

http://boardgamegeek.com/boardgame/41389/vikingaskak

http://issuu.com/frettatiminn/docs/08_mars_2013











IMG 8067





























5





No comments:

Post a Comment