I. Freysbyrjun er kennd við son Njarðar sem var einn mestur goða. Freyr réð fyrir regni og skini sólar og þar með gróðri jarðar. Freysbyrjun hefur verið mikið tefld, en hún snýst um að koma mönnum út eins fljótt og hægt er og skapa meira rými, en í lokaðri byrjunum. Biskupunum er leikið eins langt út og hægt er til að skapa rými og riddurunum er stillt upp bak við peðakeðjuna, Rc3 og Rg3 og Víkingurinn er settur á d3. Ókosturinn við byrjunina, er sá að riddararnir á c3 og g3 (c7 og g7) verða oft fyrir árás frá Víkingnum ef menn huga ekki að sér. Víkingurinn getur td. setta á riddarana bæði á a3 og i3 og þá fellur annar riddarinn fyrir Víking, sem eru slæm skipti í Vìkingaskák, því Víkingurinn er mun lakari taflmaður, en biskupinn og riddarinn, sem eru svipaðir að styrkleika. Það fer þó eftir stöðunum hvort biskupinn eða riddarinn eru öflugri..
II. Lokabragð sem kennt er við Loka Laufeyjarson sem var hálfur ás og hálfur jötunn. Lokabragð er stórhættuleg byrjun, þar sem riddaranum (riddurunum) er leikið út með því markmiði að skáka andstæðingnum á e7 reitnum (eða e3 reitnum). Skákin vinnst oft mjög fljótt ef andstæðingurinn er ekki á varðbergi við þessum stórhættulegu riddaralekjum. Ókosturinn við byrjunina er sá, að ef vörnin er spiluð hárrétt, þá tapar hvítur í þessu tilviki mörgum tempóum og missir frumkvæðið til svarts. Frumkæði í Víkingskák skiptir samt mun minna máli en í klassískri skák, það sem talið er.
III. Óðinsbyrjun snýst um að leika mönnunum styttra út, en í Freysbyrjun. Mennirnir eru oft leikið styttra, m.a biskupinn á b4 eða f3. Riddarinn fer á e2 og c3 sem dæmi. Ókosturinn við byrjunina er sá að menninrar standa þrengra, en í opnari byrjunum.
IV. Þórsbyrjun sem kennd er við þrumuguðinn Þór sem er sterkastur allra ása. Byrjunin er svipuð og Óðinsbyrjun, þar sem mönnunum er leikið styttra út og Víkingurinn býður rólegur á sínum upphafsreit, meðan liðskipanin fer fram. Ókosturinn við byrjunina er sá að mennirnir standa þrengra en í öðrum opnari byrjunum.
V. Hrókabrigðið eða Sturlungaafbrigði er nýr varíantur sem hefur verið prófaður í Víkingaskák. Hugmyndin bak við hróksafbrigðið er að virkja hrókana meira, því í Víkingaskák er hrókurinn lakasti maðuinn á borðinu (fyrir utan peðin), vegna þess að hrókurin kemst á minna en helming reita borðsins. Hrókurinn getur í þessum afbriði fært sig á b, d, f og h línu. Sú færsla fer þannig fram að Hrókurinn kemst einn reit til hliðar sitthvorum megin við staðsetningu sína. Þar með verður Hrókurinn miklu sterkari en í klassískri Víkingaskák, bæði í sókn í byrjun og í endatöflum, enda kemst hann nú á alla reiti borðsins. Á myndinni má sjá hvernig Hrókurinn getur fært sig af e línunni yfir á d eða f línu með nýju reglunni.
No comments:
Post a Comment