Monday, April 21, 2014

Samantekit á íslensku um Víkingskák

Víkingaskák er ný skák eða nýtt manntaf, sem fundið var upp á Íslandi af Magnúsi Ólafsyni.  Taflborð víkingasskákar samanstendur af 85 sextrendingum, sem skipað er í 9 raðir og eru í þrem litum.

Hvort lið samanstendur af 9 mönnum og 9 peðum. Hvort lið hefur sinn lit. Nöfn taflmanna eru hin sömu og í hinni klassísku skák, og níundi maðurinn heitir Víkingur.

Manngangurinn er mjög líkur manngangi hinnar klassísku skár og er auðlærður. Aðeins manngangur víkingsins er nýr.

Klásísk skák skiptist í þrjá hluta: Byrjun, miðtafl og endatafl, en víkingaskák skiptist í fjóra hluta: Liðskipun, byrjun, miðtafl og endatafl.

Í hinni klasísku skák eru tvær stefnur, en í víkingaskák eru stefnurnar þrjár.

Friðrik Ólafsson stórmeistari hefur kynnt sér víkingaskák og gefið eftirfarandi umsögn:

"Það eru greinilegt, að þetta er miklu flóknara tafl en venjulegt tafl, vegna þess að það eru þrjár stefnur í borðinu í staðinn fyrir tvær. Svo eru fleiri menn og fleiri reitir.

Í venjulegri skák leikur hvítur fyrsta leiknum og byggir strax upp hótun, sem er svarað með vörn eða gagnhótun, en í víkingaskák komast liðin ekki í snertingu við hvort annað fyrr en eftir eina tíu leiki. Það tekur t.d. 4 leiki að hóta með biskup í byrjuninni í víkingaskák. Það þarf að leika fyrst tveim peðum fram og síðan biskupnum tvo leiki. manngangur víkingaskákarinnar er auðlæarður, en það tekur svolítinn tíma að átta sig á stefnum í borðinu.

Ég býst við að það verði að byggja upp skákfræði fyrir víkingaskákina frá grunni. Þó eru ýmsar meginreglur sem halda sér eins og t.d. að hafa sterkt miðborð, að koma mönnum fljótt og veikja ekki kóngsstöðuna, en aðferðin til þess að gera þetta verður allt öðruvísi í víkingaskák.

Hvort lið samanstendur af hinum venjulegu taflmönnum, en auk þeirra er einn maður, sem kallast víkingur, og er hann milli kóngs og drottningar.  Hvítur víkingur skal vera á hvítum reit.

Myndin sýnir gang Víkingsins. Hann gengur út af hornum reitsins. Hvítur víkingur gengur því aðeins á hvítu reitunum, og svartur víkingur aðeins á svörtu reitunum. Víkingur á miðju borði kemst aðeins á 14 reiti. Víkingurinn getur ekki stokkið yfir mann á reit, sem hann sjálfur gengur á. Sé t.d maður á f6, kemst víkingur á e4 ekki á reitina g7 og h9.


No comments:

Post a Comment