Myndin sýnir gang Víkingsins. Hann gengur út af hornum reitsins. Hvítur víkingur gengur því aðeins á hvítu reitunum, og svartur víkingur aðeins á svörtu reitunum. Víkingur á miðju borði kemst aðeins á 14 reiti. Víkingurinn getur ekki stokkið yfir mann á reit, sem hann sjálfur gengur á. Sé t.d maður á f6, kemst víkingur á e4 ekki á reitina g7 og h9.
No comments:
Post a Comment