Monday, September 12, 2011

Hróksafbrigðið í Víkingaskák



Hrókabrigðið eða Sturlungaafbrigði er nýr varíantur í Víkingaskák og er strax orðinn mjög vinsæll eftir aðeins eitt mót. Hrókurinn getur í þessum afbriði fært sig á b, d, f og h línu. Sú færsla fer þannig fram að Hrókurinn kemst einn reit til hliðar sitthvorum megin við staðsetningu sína. Þar með verður Hrókurinn miklu sterkari en í klassískri Víkingaskák, bæði í sókn í byrjun og í endatöflum, enda kemst hann nú á alla reiti borðsins. Á myndinni má sjá hvernig Hrókurinn getur fært sig af e línunni yfir á d eða f línu með nýju reglunni.